Staðbundin stífla myndaðist í Hvítá síðdegis í dag og flæðir hún nú yfir bakka sína á milli Austurkots og Brúnastaða í Flóahreppi.
Heimreiðin að Austurkoti er ófær fólksbílum og er byrjað að flæða yfir Oddgeirshólaveg til móts við afleggjarann að Austurkoti.
Lögreglan á Suðurlandi hefur upplýst Veðurstofuna um stöðu mála en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni segja bændur á svæðinu litla hættu á tjóni, á öðru en girðingum. Hús og bústofn eru ekki í hættu.