Hvítá flæðir yfir bakka sína

Hvítá flæðir yfir bakka sína og rennur ofan í áveituskurðinn neðan við flóðgáttina. Ljósmynd/Grétar Einarsson

Vatnshæð í Hvítá hefur hækkað mikið í dag og síðdegis fór hún að flæða framhjá Flóaveitustíflunni og ofan í Flóaáveituskurðinn.

Ísstífla hefur verið að byggjast upp í ánni við Brúnastaði undanfarna daga. Frost minnkaði nokkuð snögglega á svæðinu síðdegis í dag sem getur hafa orsakað þessa snöggu breytingu á flæði. Frost tekur aftur að herða í nótt og enn frekar um helgina.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að erfitt sé að spá fyrir um þróunina á svæðinu en Veðurstofan fylgist áfram náið með í samstarfi við Almannavarnir og lögregluna á Suðurlandi á svæðinu. Lögreglumenn eru á leiðinni á staðinn að kanna aðstæður nánar og fólk á svæðinu er beðið um að hafa aðgát við árfarveginn og fylgjast með frekari fréttum af stöðunni.

Hvítá við Brúnastaði síðdegis í dag. Ljósmynd/Grétar Einarsson
Efst á Villingaholtsveginum síðdegis í dag. Ljósmynd/Grétar Einarsson
Vatnshæð á mæli í Hvítá við Brúnastaði (blá lína), og hæð Flóaveitustíflu (rauð lína).
Fyrri greinSíðasta HSK-met ársins
Næsta greinHætt að renna framhjá flóðgáttinni