Aron Hinriksson, forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi, kom í heimsókn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í vikunni með þrjá fulla kassa af leikföngum sem hann hafði fengið frá Heildsölunni Skor í Hafnafirði.
Leikföngin hafði Aron hugsað sér sem verðlaun til barna sem þurfa að koma í heimsókn á einhverja heilsugæsluna, bráða- og slysamóttökuna á Selfossi og í Vestmannaeyjum eða aðrar deildir stofnunarinnar.
Hann þekkir af eigin raun sem faðir hvað slíkar heimsóknir geta stundum verið litlu fólki erfiðar. Það léttir oft heimsóknina ef verðlaun eru í boði og einnig er það gaman fyrir heilbrigðisstarfsfólkið að geta verðlaunað alla ungu dugnaðarforkana í lok heimsóknar á HSu.
Andvirði gjafarinnar er 250 þúsund krónur.