Fyrirhugað er að leita eftir vatni innan lands Reykja, norðan og austan við Ölfusborgir. Um er að ræða aðgerð til að finna bæði neysluvatn og vatn til brunavarna í dreifbýli Ölfuss.
Sveitarfélagið Ölfus hefur leitað nú þegar til Íslenskra orkurannsókna til að vinna verkplan fyrir rannsóknarborun og gera tillögu að breytingu á vatnsverndarsvæði fyrir fyrirhugað rannsóknarsvæði.
Ljóst er að breyta þarf aðalskipulagi fyrir vatnsverndarsvæðið og fyrirhuguð vatnsból og hefur bæjarstjórn Ölfuss samþykkt tillögu þar um.