Landsvirkjun var hæstbjóðandi í jörðina Skálmholtshraun á vesturbakka Þjórsár sem boðin var upp fyrir skömmu að beiðni Íslandsbanka.
Landsvirkjun bauð 70 milljónir króna í jörðina og er þess vænst að bankinn taki endanlega afstöðu til tilboðsins innan skamms.
Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er ætlunin að taka 14-15 hektara skika úr jörðinni vegna stíflunnar og setja síðan jörðina aftur í sölu í fyllingu tímans. Jörðin er 214 hektarar að stærð og er um fjórðungur hennar votlendi.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu