Metan hf skoðar nú hvort hægt sé að vinna hauggas úr ruslahaugunum í Kirkjuferjuhjáleigu til notkunar á metangasbíla.
Metan hf er dótturfyrirtæki Sorpu en þessi athugun er gerði í samstarfi við Sorpstöð Suðurlands. Verði niðurstaða rannsóknanna jákvæð er ætlað að komið verði upp sérstakri metanstöð fyrir bifreiðar sem geta nýtt slíkt eldsneyti.
Að sögn Guðmundar Tryggva Ólafssonar framkvæmdastjóra Sorpstöðvarinnar binda menn vonir til að hægt sé að vinna þar á ári hverju hátt í milljón rúmmetra af metangasi í því formi sem nýtist sem eldsneyti, og það í tíu til fimmtán ár.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT