Iðunn Ýr Ásgeirsdóttir í Forsæti í Flóahreppi hefur verið ráðin verkefnisstjóri fyrir óstofnað meðal ferðaþjónustuaðila og annarra í hreppnum.
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veittu styrk til að fjármagna ráðningu verkefnastjórans sem mun vinna að því að koma á formlegu klasasamstarfi meðal ferðaþjónustuaðila og annarra í Flóahreppi. Markmið verkefnisins er að gera sveitarfélagið sýnilegra með því að efla tengsl á milli fólks og fyrirtækja, efla ferðaþjónustu í sveitarfélaginu, efla ímynd svæðisins auk þess að efla vitund um menningu og sögu Flóahrepps.
Iðunn er ferðamálafræðingur frá Háskóla Íslands en hún mun vera með aðstöðu á skrifstofu Flóahrepps.