Í beinni: Morgunfundur um vetrarþjónustu

Snjómokstur á Hellisheiði. sunnlenska.is/Einar Sindri Ólafsson

Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi í dag, miðvikudaginn 18. janúar kl. 9 til 10:15. Fyrirkomulag vetrarþjónustu og starfsemi vaktstöðvar Vegagerðarinnar verða til umfjöllunar og fulltrúar ferðaþjónustu-fyrirtækja lýsa reynslu sinni af starfseminni um vetur á Íslandi.

Vegagerðin sinnir vetrarþjónustu á stórum hluta vegakerfis landsins og á þessum morgunfundi er ætlað að útskýra hvernig vetrarþjónustan fer fram og fá fram fleiri sjónarmið á þá þörf sem er fyrir vetrarþjónustu í þjóðfélaginu.

Morgunfundurinn verður haldinn í húsnæði Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ auk þess að vera streymt hér að neðan. Opið er í Suðurhrauni á meðan húsrúm leyfir og það verður heitt á könnunni.

Dagskrá fundarins:

  • Opnun fundar Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.
  • Fyrirkomulag vetrarþjónustunnar. Einar Pálsson, forstöðumaður vegaþjónustu Vegagerðarinnar.
  • Á vaktinni – starfsemi vaktstöðvar. Árni Gísli Árnason, forstöðumaður vöktunar og upplýsinga hjá Vegagerðinni.
  • Vetrarþjónusta – hópbifreiðar Harald Teitsson, framkvæmdastjóri Teits Jónassonar.
  • Vetrarþjónusta – Eru bílaleigubílar fyrir? – Ingi Heiðar Bergþórsson, framkvæmdastjóri þjónustu- og starfsmannasviðs Hertz – Bílaleigu Flugleiða.

Spurningar
Hægt verður að senda inn fyrirspurnir á Slido. Lykilorðið er Vetur.

Fyrri greinAlmannavarnanefnd fundaði vegna föstudagslægðarinnar
Næsta greinHamarshöllin boðin út