Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag fimmtugan Rangæing í 35 daga fangelsi fyrir umferðarlagabrot og brot á lögreglulögum.
Í desember í fyrra ók maðurinn undir áhrifum áfengis frá söluskálanum Björkinni og sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu heldur ók að heimili sínu á Hvolsvelli. Hann var réttindalaus en maðurinn á að baki ítrekuð umferðarlagabrot vegna ölvunaraksturs, hraðaksturs og að aka sviptur ökurétti.
Á játaði brot sín hreinskilnislega fyrir dómara sem ákvað að vegna brotaferils mannsins væri hæfileg refsing fangelsi í 35 daga. Að auki var maðurinn sviptur ökurétti ævilangt.