Í mörg horn að líta hjá löggunni

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Frá því á föstudag hefur lögreglan á Suðurlandi haft í ýmis horn að líta, má þá sérstaklega nefna gæslu við heimsókn leiðtoga Norðurlandanna og Úkraínu á Þingvöllum í gær.

Af öðrum málum er að segja að átta umferðaróhöpp eru skráð en öll voru þau án meiðsla á fólki. Fimmtán ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var á 136 km/klst, á Mýrdalssandi.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir um vímuakstur, annar fyrir ölvunarakstur og hinn fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Einn ökumaður atvinnutækis var kærður fyrir of þungan farm.

Þá komu upp fjögur þjófnaðarmál og eru þau til rannsóknar. Einnig var tilkynnt um tvær líkamsárásir og flokkast önnur þeirra til heimilisofbeldis.

Fyrri greinBætt úrgangsstjórnun Kölku í samstarfi við Pure North
Næsta greinRannsaka þarf jarðlög til að meta fýsileika jarðganga