Frá því í gærmorgun hefur 21 ökumaður verið kærður fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og einn ökumaður fyrir ölvun við akstur.
Þremur ökumönnum til viðbótar var gert að hætta akstri sökum áfengisáhrifa sem mældust undir sviptingarmörkum.
Þá hefur einstaka ökumanni verið gert að hætta akstri þar sem endurnýjun ökuréttinda hefur ekki verið sinnt.
Þrjú minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í gær, meðal annars varð þriggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi við Olís á Selfossi. Engin meiðsli urðu fólki í þessum óhöppum.
Lögreglu hvetur ökumenn til að huga að bili milli ökutækja sem og að hafa óskipta athygli við aksturinn.