Íbúðasala að taka við sér

Að sögn Guðmundar Einarssonar, fasteignasala hjá fasteignasölunni Fannberg á Hellu, hefur heldur verið að rofa til í sölumálum eftir nærri því í þriggja ára kyrrstöðu.

,,Það er nú ekki hægt að segja að það sé komin mikil hreyfing á hlutina en þó sjáum við þess merki undanfarið að það sé að koma líf í söluna aftur,“ sagði Guðmundur í samtali við Sunnlenska.

Guðmundur sagði að þó salan sé að taka við sér í íbúðarhúsnæði þá sé lítið að gera í jarðasölu. ,,Verðið hefur staðið í stað í krónutölu en það fór aldrei upp úr öllu valdi á sínum tíma, sem betur fer þannig að aðlögunin er auðveldari,“ sagði Guðmundur.

Fyrri greinKísilmálmverksmiðja í umhverfismat
Næsta greinVarað við úrkomu við Eyjafjallajökul