Íbúafjöldi Rangárþings ytra nálgast 2.000

Hella. Ljósmynd/Rangárþing ytra

Rangárþing ytra fékk þau tíðindi frá Þjóðskrá á dögunum að íbúafjöldinn í sveitarfélaginu hefði náð 2.000 íbúa múrnum í fyrsta skipti.

Ekki er þó allt sem sýnist í þessu eins og bent er á í frétt á heimasíðu sveitarfélagsins. Í mars síðastliðnum endurskoðaði Hagstofan íbúafjölda landsins og uppfærði aftur í tímann, meðal annars með tilliti til innflytjenda frá ríkjum innan EES. Hagstofan segir íbúafjölda á Íslandi hafa verið ofmetinn um rúmlega 15 þúsund um síðustu áramót.

„Þetta skekkir tölurnar og nær þetta til okkar sveitarfélags eins og annarra. Nýjustu tölur Hagstofunnar frá 1. janúar 2024 gefa til kynna að við séum 1867. Rétt tala er því væntanlega eitthvað í kringum 1.900 svo við bíðum bara áfram eftir því að rjúfa 2.000 íbúa múrinn,“ segir í tilkynningunni frá Rangárþing ytra.

Fyrri greinAnton Kári nýr formaður SASS
Næsta greinMarkalaust á Selfossvelli