Skipulags- og umhverfisdeild Sveitarfélagsins Ölfuss boðar til opins íbúafundar í ráðhúsinu í dag kl. 17:30.
Þar mun Hlín Sverrisdóttir, landslagsarkitekt, kynna tillögur að endurbótum á Skrúðgarðinum og hugmyndir um bætta ásýnd við aðkomu að bænum, frá hringtorgi að ljósunum.
Einnig verður kynning á umhverfis-og garðyrkjuverkefnum sem eru á dagskrá í sumar, garðlönd, skógræktardagur og hugmyndir að uppgræðslu- og skógræktarátaki.
Ef tími gefst til, áður en Eurovision hefst, verður einnig kynning á deiliskipulagi fyrir Reykjadal í Ölfusi og kynning á umferðaöryggisáætlun fyrir Ölfus.
Boðið verður upp á veitingar, súpu og brauð. Hugmyndakassi verður á staðnum.