Íbúafundur vegna áhrifa öskufalls frá Eyjafjallajökli verður haldinn í Leikskálum í Vík í kvöld kl. 20:30.
Á fundinn mæta Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, Elsa Ingjaldsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Þorsteinn Jóhannsson, svifryksfræðingur UST, Guðrún Sigmundsdóttir, settur sóttvarnarlæknir og fulltrúar Almannavarna og Ríkislögreglustjóra.
Þá verður opnuð þjónustumiðstöð í Leikskálum í dag í samvinnu ríkislögreglustjór, Mýrdalshrepps og Rauða krossins.
Í Þjónustumiðstöð geta íbúar leitað eftir aðstoð með vinnu, úrlausn verkefna og svör við spurningum sem upp kunna að koma er tengjast gosinu.
Þjónustumiðstöðin verður opin frá kl.11:30-13:30 alla daga meðan þörf er á. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.