Miðvikudaginn 21. júní verður opinn íbúafundur á Hótel Selfossi með Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, þar sem rætt verður um framtíðaráform menningarsalar Suðurlands á Selfossi.
Yfirskrift fundarins á heimasíðu Árborgar er „Glittir í menningarsalinn?“, spurning sem margir hafa spurt sig að síðustu áratugina.
Fundurinn hefst klukkan 18 en menningarsalurinn sjálfur verður opinn frá klukkan 17 til 17:45.
Á fundinum á Hótel Selfossi mun ráðherra flytja ávarp og einnig munu fulltrúar tónlistar og sviðslista flytja stutt erindi. Í lok fundar verður opið fyrir almennar umræður.