Íbúafundur um fjárhagsáætlun Árborgar

Selfoss. sunnlenska.is/Egill Bjarnason

Sveitarfélagið Árborg boðar til íbúafundar í dag, mánudaginn 9. desember kl. 17:00 í austurrými Vallaskóla á Selfossi (gengið inn frá Engjavegi).

Bragi Bjarnason, bæjarstjóri og Magnús Kristjánsson, ráðgjafi KPMG fara yfir stöðu sveitarfélagsins í dag eftir krefjandi aðgerðir til hagræðingar í tengslum við verkefnið „Brú til betri vegar“.

Bragi mun einnig fara yfir helstu áherslur og markmið fjárhagsáætlunar Árborgar 2025 – 2028 ásamt því að svara fyrirspurnum íbúa.

Fundarstjóri er Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari Árborgar.

Fyrri greinRafmagnslaust í Mýrdalnum
Næsta greinDagur kunni vel við sig á Selfossi