Ákveðið hefur verið að koma á íbúafundi á Hvolsvelli þann 11. janúar næstkomandi, þar sem rædd verður framtíð heilsugæslustöðvarinnar á staðnum.
Á fundinum verða forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt fulltrúum sveitarstjórnar Rangárþings eystra.
Tilefnið er sú ákvörðun að fækka þeim dögum sem heilsugæslan er opin, niður í þrjá daga á viku. Gerðist það í kjölfar lokunar stöðvarinnar í sumar.
Íbúar í Rangárþingi eystra eru ósáttir að sögn Ísólfs Gylfa, sveitarstjóra. „Við vitum ekki hvað býr að baki þeirri ákvörðun,“ segir hann og bætir við að þetta falli ekki að hugmyndum ráðamanna um eflingu heilsugæslunnar.
„Og það er ljóst að hér er ekki um vilja ráðherra að ræða,“ segir hann.