Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Um hraungos er að ræða og fylgir því jafnan gasmengun.
Lögreglan á Suðurlandi sendi út tilkynningu rétt í þessu þar sem íbúar sem búa austan við eldstöðvarnar; í Ölfusi, Selvogi, Þorlákshöfn, Hveragerði og á Árborgarsvæðinu eru beðnir um að loka gluggum.
Ekki er talin hætta af gasmengun, en vindur blæs úr vestri til austurs og því líklegt að einhver mengun verði á svæðinu. Lögreglan er með gasmæla á svæðinu og fylgist með loftgæðum.
Lögreglan biður fólk um að fylgjast með fréttum og ekki að halda á svæðið.
Viðbótarupplýsingar UPPFÆRT KL. 00:07
Búast má við gasmengun í Þorlákshöfn í kvöld og nótt. Fólk er beðið að halda sig inni og loka gluggum. Verið er að meta stöðuna og magn SO2 losunar frá eldgosinu. https://ust.is/loft/loftgaedi/loftmengun-i-eldgosum/
Búast má við gasmengun í Þorlákshöfn í kvöld og nótt. Fólk er beðið að halda sig inni og loka gluggum. Verið er að meta stöðuna og magn SO2 losunar frá eldgosinu. https://ust.is/loft/loftgaedi/loftmengun-i-eldgosum/
Volcanic gas pollution is expected to extend as far as Þorlákshöfn and to continue into the night. People are asked close windows and stay indoors. The status and amount of SO2 emissions from the eruption are being assessed. https://ust.is/…/air-pollution-during-a-volcanic-eruption
Przewiduje się, że zanieczyszczenie gazem wulkanicznym dotrze aż do Þorlákshöfn i będzie trwało przez noc. Ludzie proszeni są o zamknięcie okien i pozostanie w domu. Oceniany jest stan i ilość emisji SO2 z erupcji. https://ust.is/…/air-pollution-during-a-volcanic-eruption/