Íbúar á gossvæðinu fá lögfræðiaðstoð

Rangárþing eystra hefur gert rammasamning við JÁS lögmenn vegna íbúa sem urðu fyrir tjóni í eldgosinu.

Samkvæmt samningnum aðstoðar lögmannsstofan, undir stjórn Guðmundar Jónssonar í Drangshlíð, fólk við að sækja bótarétt sinn.

„Líklegt er, að þegar sækja á bætur vegna tjóna, komi upp fjöldi vafaatriða og álitamála sem nauðsynlegt er að fá faglegan úrskurð um. Einnig er nauðsynlegt að allir sitji við sama borð við samningagerð,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu.

Fyrri greinÍhuga að banna smábátasiglingar
Næsta greinFjölbreytt dagskrá á Jónsmessuhátíð