Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar eru í fyrsta skipti orðnir fleiri en 12 þúsund talsins en þann 1. júní voru þeir 12.002.
Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Árborg, vekur athygli á þessu á Facebooksíðu sinni.
Íbúafjöldinn sló í 11 þúsund í júní árið 2022 og hefur íbúum sveitarfélagsins því fjölgað um eitt þúsund á rétt tæpum tveimur árum.
Tómas Ellert segir að íbúafjölgun á Selfossi og þar með í Árborg sé allt að því fordæmalaus og langt yfir landsmeðaltali.
Árborg er áttunda stærsta sveitarfélag á Íslandi á eftir Mosfellsbæ, þar sem í dag búa 14.017 manns.