Íbúðafjöldi á Flúðum gæti tvöfaldast í nýju hverfi

Alma Jenný Sigurðardóttir, fulltrúi Byggðar á Bríkum ehf og Jón Valgeirsson, sveitarstjóri, „handsala“ kaupsamninginn. Ljósmynd/Hrunamannahreppur

Í gær var gengið frá kaupum Hrunamannahrepps á landi Byggðar á Bríkum ehf úr landi Sunnuhlíðar en um er að ræða framtíðar byggingarland fyrir þéttbýlið á Flúðum.

Um er að ræða 25,4 hektara land sem liggur milli tjaldsvæðisins og sumarhúsabyggðarinnar í Svanabyggð og er kaupverðið 130 milljónir króna.

„Á nýju ári hefst endurskoðun á gildandi deiliskipulagi en þarna er að mestu leiti um að ræða skipulagða íbúðabyggð og lítið svæði sem getur farið undir verslun og þjónustu. Væntanlega verður þarna myndarleg byggð einbýlis-, rað- og parhúsa sem gæti tvöfaldað íbúðafjölda á Flúðum,“ sagði Jón Valgeirsson, sveitarstjóri, í samtali við sunnlenska.is.

Fyrri greinÁgúst Máni dúxaði í FSu
Næsta greinBjarki og Ómar meðal tíu efstu