Á síðasta fundi hverfisráðs Stokkseyrar undir liðinum „skipulagsmál“ var bent á að margar lóðir séu tilbúnar til byggingar í þorpinu en litlar líkur á því að það verði byggt.
Þá komu fram á fundinum áhyggjur yfir því hversu margir flytja frá Stokkseyri og Eyrarbakka á sama tíma og lóðaverð sé fjórðungi ódýrara á þessum stöðum en á Selfossi.
Fram kom í máli Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar að íbúafækkun á þessum stöðum væri áhyggjuefni en hún benti á það að íbúum á Eyrarbakka hafi fækkað undanfarið með þeim afleiðingum að Stokkeyringar væru nú orðnir fleiri en Eyrbekkingar.