Samkomulag hefur náðst á milli Iðu Marsibilar Jónsdóttur, sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps, og sveitarstjórnar um starfslok Iðu sem sveitarstjóra.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps, þar sem Iðu Marsibil eru þökkuð vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og henni óskað velfarnaðar í framtíðinni.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps mun á næstu dögum taka ákvörðun um hvernig verður staðið að ráðningu nýs sveitarstjóra.