Sveitastjórn Hrunamannahrepps hefur samþykkt að ganga til samninga við Íslenska Gámafélagið um sorphirðu í sveitarfélaginu næstu fjögur árin.
Tæknisvið uppsveita sá um útboð í sorphirðuna en tvö tilboð bárust, annars vegar frá Íslenska Gámafélaginu, þar sem kostnaðurinn nam 42,7 milljónum og hinsvegar frá Gámaþjónustunni, en uppsett verð hennar var 73,9 milljónir króna.