Inga Jóna og Ásta meðal hæfustu

Fimm hæfustu umsækjend­urnir um stöðu framkvæmda­stjóra Árborgar ræddu við forsvars­menn bæjar­ráðs í gærmorgun, sam­kvæmt heimildum Sunn­lenska.

Hæfustu umsækjendurnir eru Inga Jóna Þórðar­dóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík, Ásta Stefánsdóttir bæjar­ritari í Árborg, Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópa­vogi, Sveinn Pálsson, fyrr­verandi sveitarstjóri í Mýrdals­­hreppi, og Stefán Haraldsson, fyrrver­andi fram­­kvæmda­stjóri Bílastæðasjóðs.

Capacent Ráðningar lagði umrætt mat á hæfi umsækjenda en fyrirtækið hefur stýrt ráðningaferlinu til þessa. Boltinn er núna hjá meirihlutanum.

Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs, sagði í samtali við Sunnlenska að málið yrði tekið fyrir á bæjarráðsfundi í næstu viku.

Fyrri greinÖkumenn með allt á hreinu
Næsta greinÖlfusá rýfur 200 laxa múrinn