Ingi Már í 1. sæti hjá framfarasinnum

Ingi Már Björnsson, bóndi á Suður-Fossi, leiðir B-lista Framfarasinna í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Í tilkynningu frá framboðinu segir að listinn sé skipaður öflugu fólki sem leggur metnað sinn í að viðhalda góðum árangri núverandi meirihluta sveitarstjórnar og sækja fram á næsta kjörtímabili.

B-listinn er með hreinan meirihluta í Mýrdalshreppi en hann fékk fjóra menn kjörna í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

Listinn er þannig skipaður:

1. Ingi Már Björnsson, bóndi, Suður-Fossi
2. Þráinn Sigurðsson, atvinnurekandi, Vík
3. Elín Einarsdóttir, kennari, Sólheimahjáleigu
4. Þorgerður Hlín Gísladóttir, atvinnurekandi, Vík
5. Örn Sigurðsson, rekstrarstjóri, Vík
6. Sigurjón Eyjólfsson, bóndi, Pétursey 1
7. Bergþóra Ástþórsdóttir, skólaliði, Reyni
8. Ingvar Jóhannesson, vélvirki, Höfðabrekku
9. Drífa Bjarnadóttir, líffræðingur, Vík
10. Sigurður Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri, Vík

Fyrri greinGuðmundur leiðir lista félagshyggjufólks
Næsta greinLjóðalestur í Bókakaffinu