Ingibjörg Garðarsdóttir kjörinn nýr formaður kjördæmisráðs Samfylkingarinnar á Suðurlandi en ráðið hélt aðalfund sinn að Reykjum í Ölfusi fyrir skömmu.
Uppstillingarnefnd tilnefndi alla stjórnarmenn og komu ekki mótframboð.
Ingibjörg býr í Hveragerði, gift Róbert Hlöðverssyni bæjarfulltrúa þar. Eysteinn Eyjólfsson í Reykjanesbæ er fráfarandi formaður og hefur hann verið formaður tvö undanfarin ár.
Meðal þess sem samþykkt var í ályktun á fundi ráðsins var áskorun á ríkisstjórnina að tryggja framgang vegabóta á Suðurlandsvegi með aðskilnaði akreina án upptöku sértækra vegtolla á leiðinni. Telur ráðið að slík veggjöld hefðu í för með sér grófa mismunun út frá búsetu og græfu undan búsetuskilyrðum á svæðinu.