Ingibjörg og Valtýr áfram sveitarstjórar

Sveitarstjórnir eru að koma saman í fyrsta skipti á kjörtímabilinu þessa dagana. Ingibjörg Harðardóttir verður áfram sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi og Valtýr Valtýsson í Bláskógabyggð.

Þetta var samþykkt á fyrstu fundum sveitarstjórnanna nú í júní.

Í Grímsnes- og Grafningshreppi verður Gunnar Þorgeirsson áfram oddviti sveitarstjórnar og Hörður Óli Guðmundsson varaoddviti eins og á síðasta kjörtímabili.

Helgi Kjartansson var kosinn nýr oddviti í Bláskógabyggð á fyrsta fundi sveitarstjórnar og Valgerður Sævarsdóttir verður varaoddviti og formaður byggðaráðs.

Fyrri greinHættir skólaakstri eftir 41 ár undir stýri
Næsta greinSamið við Pálmatré og Jáverk