Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna, þurrabúðarmanna og lausamanna ákvað Zontaklúbbur Selfoss í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurlands að efna til samkeppni hvernig hægt sé að hvetja til umfjöllunar ungmenna um þennan merka áfanga og mikilvægi þessarra réttinda.
Eyrún Björg Magnúsdóttir og Guðbjörg Grímsdóttir kennarar og Halldóra Íris Magnúsdóttir, formaður nemendaráðs, komu að hönd samkeppninnar fyrir hönd FSu. Þó nokkur fjöldi nemenda tók þátt og sendi inn hugmyndir að því hvernig væri hægt að vekja athygli og áhuga á kosningarétti og mikilvægi hans.
Verðlaun voru veitt 30. apríl síðastliðinn en sigurvegari var Ingólfur Fannar Arnarson og sigurverkefnið sendi hann inn í áfanganum ÍSL 202.
Fjölbrautaskólinn stefnir á, í samráði við Zonta konur, að efna aftur til samkeppni og samtals um málið á haustönn.