Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum í síðustu viku Ingunni Jónsdóttur sem nýjan framkvæmdastjóra samtakanna.
Ráðningarferlið var leitt af fyrirtækinu Intellecta og var Ingunn metin hæfust til að gegna starfinu af 31 umsækjanda.
Ingunn, sem búsett er í Flóahreppi ásamt fjölskyldu sinni, er í dag starfandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands og mun hefja störf hjá SASS á næstu misserum.