Nýr starfsmaður, Ingunn Jónsdóttir, hefur tekið við Matarsmiðju MATÍS á Flúðum. Ingunn er vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands og búsett í Hallanda í Flóahreppi.
Matarsmiðjan á Flúðum er alhliða matvælavinnsla þar sem mögulegt er að vinna afurðir úr grænmeti, kjöti eða fiski í kældum vinnslusal.
„Nýja starfið leggst mjög vel í mig, þetta er líflegt og spennandi starf. Matarsmiðjan er frábær vettvangur fyrir alla þá sem hafa áhuga á vöruþróun á sínum afurðum. Ég vil endilega hvetja áhugasama um að hafa samband við mig ef fólk er með skemmtilegar hugmyndir eða langar bara að kíkja í kaffi og skoða aðstöðuna,“ sagði Ingunn í samtali við sunnlenska.is.