Ingvar Pétur Guðbjörnsson, upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins og blaðamaður á Hellu, er nýr oddviti sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra. Hann sigraði í prófkjöri flokksins sem fram fór í dag. Ingvar Pétur hlaut 219 atkvæði í 1. sætið.
Níu frambjóðendur tóku þátt í prófkjörinu og varð Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, ekki á meðal sex efstu, en hann sóttist eftir því að leiða listann.
Röð sex efstu í prófkjörinu var þessi:
1. sæti: Ingvar Pétur Guðbjörnsson með 219 atkvæði.
2. sæti: Eydís Þorbjörg Indriðadóttir með 184 atkvæði í 1.-2. sæti.
3. sæti: Björk Grétarsdóttir með 194 atkvæði í 1.-3. sæti.
4. sæti: Þröstur Sigurðsson með 213 atkvæði í 1.-4. sæti.
5. sæti: Svavar Leópold Torfason með 235 atkvæði í 1.-5. sæti.
6. sæti: Sóley Margeirsdóttir með 254 atkvæði í 1.-6. sæti.
Alls tóku 412 þátt í prófkjörinu. Auðir seðlar og ógildir voru 12.
Frekari sundurliðun á atkvæðum má finna hér.