Ingveldur Sæmundsdóttir, frá Bjólu í Holtum, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins.
Ingveldur var áður aðstoðarmaður Sigurðar Inga þegar hann var umhverfis- og auðlindaráðherra og síðar Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra þangað til í janúar sl.
Þá var Ingveldur kosningastjóri Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og suður fyrir alþingiskosningarnar 2013.
Hún er með B.Sc. próf frá Copenhagen Business School og diploma í alþjóðlegri markaðshagfræði frá Business Academy Copenhagen North. Hún stundar nú MBA nám við Háskóla Íslands.