„Það er ömurleg reynsla ef brotist er inn á heimilið eða inn í bifreiðina. Því skiptir máli að við hugum að forvörnum, göngum tryggilega frá heimilinu og geymum ekki verðmæti í bílum sem freista þjófa.“
Þetta segir Vilborg Magnúsdóttir sérfræðingur í forvörnum hjá Sjóvá.
Innbrot eiga sér oftast stað þegar enginn er heima sérstaklega á daginn. „Öflugasta forvörnin gegn innbrotum er að ganga þannig frá heimilinu að gluggar séu vel lokaðir og dyr læstar. Reynsla Sjóvár er sú að það skiptir máli hvernig við skiljum við heimilið sem og virk nágrannavarsla. Þetta á ekki síst við þegar við förum í burtu í lengri tíma, til dæmis yfir jól og áramót segir,“ segir Vilborg.
“Þá eru einnig dæmi um að brotist sé inn í bíla fyrir jólin t.d. fyrir utan verslanir og því er nauðsynlegt að vera meðvitaður um slíkt.“