Verkfærum var stolið um helgina úr húsnæði Selásbygginga að Gagnheiði 37 á Selfossi.
Þjófurinn braut sér leið inn í húsið með því að spenna upp hurð. Innbrotið uppgötvaðist í morgun og ekki liggur enn fyrir með vissu hvers er saknað.
Þá var brotist inn í bifreið sem stóð við Dekkjalagerinn í Gagnheiði aðfaranótt sl. miðvikudags. Þjófurinn braut rúðu og stal felgum og vetrahjólbörðum sem voru í bifreiðinni.
Vegna þessara innbrota leitar lögreglan eftir upplýsingum um óeðlilegar mannaferðir í Gagnheiði um nætur í liðinni viku.