Innbrot sem framið var í TRS á Selfossi síðastliðna nótt telst nú upplýst að sögn lögreglunnar á Selfossi.
Upptökur úr eftirlitsmyndavél í nálægu fyrirtæki leiddu til handtöku þjófsins, sem játaði brot sitt og vísaði lögreglu á þýfið, sem var falið utandyra.
Um er að ræða sautján ára gamlan karlmann, sem er búsettur á Selfossi og hefur komið lítillega við sögu lögreglu áður.
Í upphafi var talið að um tíu Canon myndavélum hefði verið stolið ásamt einni tölvu, en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að einungis var um tölvuna að ræða.