Tap Eden aldingarðs ehf. vegna brunans í Eden í Hveragerði aðfaranótt föstudags hleypur á tugum milljóna króna.
Innbúið í Eden var ótryggt og rekstrarfyrirtækið hafði ekki rekstrarstöðvunartryggingu.
Í umfjöllun um mál Eden í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Eden aldingarður ehf., sem rak Eden, er í eigu Gunnars Magnússonar og fjölskyldu. „Þetta er mikill harmleikur hjá mér og minni fjölskyldu,“ segir Gunnar í viðtali við Morgunblaðið.
Fjölskyldan hefur þó hug á að byrja aftur. „Nokkrir menn hafa hringt í mig og boðist til að vera með okkur í uppbyggingunni,“ segir Gunnar og bætir við að Eden verði til í framtíðinni í einhverri mynd. „Vonandi verður hægt að opna 1. maí.“