Íris Bjargmundsdóttir hefur verið ráðin bæjarritari hjá Hveragerðisbæ. Bæjarstjórn samþykkti ráðninguna á fundi sínum í síðustu viku.
Íris er með BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og síðar ML gráðu í lögfræði og nam tölvunarfræði frá sama skóla.
Hún starfaði sem lögfræðingur hjá Reitum fasteignafélagi 2009 – 2010. Frá árinu 2010 hefur hún starfað sem lögfræðingur í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og forvera þess. Íris var sendifulltrúi ráðuneytisins hjá fastanefnd Íslands gagnvart ESB á árunum 2020 – 2022.
Starfið var auglýst í júní og bárust þrettán umsóknir en fjórir drógu umsókn sína til baka og voru níu umsóknir metnar í ráðningarferlinu.