Ísfélagið segir upp öllu starfsfólki í Þorlákshöfn

Þorlákshöfn. Ljósmynd / Chris Lund

Öllum starfsmönnum Ísfélagsins í Þorlákshöfn verður sagt upp í næstu viku. Félagið hyggst hætta starfsemi í Þorlákshöfn þar sem ekki séu lengur forsendur fyrir rekstrinum.

RÚV greinir frá þessu og hefur eftir Stefáni Friðrikssyni, forstjóra Ísfélagsins, að bolfisksvinnslan þar sé stærri en kvótinn leyfi. Að auki hafi humarveiðar verið hryggjarstykkið í vinnslunni en þær voru bannaðar árið 2021 og ekki sé hægt að reikna með þeim næstu tíu árin.

Níu starfsmönnum var sagt upp mánaðamótin febrúar mars og þeim 25 sem eftir starfa var tilkynnt um fyrirhugaðar uppsagnir nýlega.

Frétt RÚV

Fyrri greinStarfsemi Lækjarbakka flyst að Hamarskoti
Næsta greinHamar/Þór Íslandsmeistari í 12. flokki kvenna