Klukkan ellefu í kvöld var -21°C frost á Þingvöllum og hvergi á landinu var kaldara.
Á sama tíma var -14,8°C frost á Kálfhóli á Skeiðum, -10,1°C á Hellu og -16,7°C í Jökulheimum í Tungnárbotnum.
Veðurstofan gerir ráð fyrir köldu veðri á fimmtudag og fram yfir helgi. Fimmtudaginn 1. desember verður sunnan 8-13 og snjókoma með morgninum. Vestlægari og él seinnipartinn. Frost 3 til 18 stig, kaldast í uppsveitum.
Á föstudag verður austlæg átt, 5-13 m/s, en 13-15 með S-ströndinni. Snjókoma með S-ströndinni. Frost 0 til 12 stig, minnst syðst.