Utanríkisráðherra hefur ákveðið að senda farþegaflugvél á vegum íslenska ríkisins til Ísraels. Henni er ætlað að ferja heim um 120 Íslendinga sem þar eru strandaglópar vegna ófriðarástandsins í landinu en það hefur sett allar samgöngur úr skorðum.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem var að berast frá ráðuneytinu. Eins og sunnlenska.is greindi frá í gær eru um níutíu Íslendingar eru nú staddir í Jerúsalem og eru stærstur hluti hópsins frá Suðurlandi.
Gert er ráð fyrir að vélin fari frá Tel Aviv klukkan 09:10 að staðartíma í fyrramálið og farþegar verði komnir til Íslands um miðjan dag á morgun.
Ísland hyggst bjóða Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum laus sæti í vélinni sem ekki nýtast fyrir íslenska ríkisborgara.