Íslenzkt engjakaffi á öskudaginn

Það var mikið fjör í Sunnulækjarskóla á Selfossi á öskudaginn og lögðu bæði kennarar og nemendur mikinn metnað og vinnu í búninga.

Unglingastigskennarar í Sunnulækjarskóla mættu prúðbúnir til vinnu og buðu samstarfsfólki upp á engjakaffi að íslenzkum sið. M.a. var boðið upp á lummur, pönnukökur, kleinur, hjónabandssælu og mjólk, beint frá býli.

Fyrri greinGísli ekki lengur Barón
Næsta greinÞrír Íslandsmeistarar í sama bekknum