Ísólfur Gylfi í 1. sæti hjá framsóknarmönnum og framfarasinnum

Framboðslisti Framsóknarmanna og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra, vegna komandi sveitarstjórnarkosninga var samþykktur á fundi í Hvoli síðastliðinn laugardag.

Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, leiðir listann líkt og í kosningunum 2010 en þá fékk B-listinn hreinan meirihluta og fjóra menn kjörna.

Listinn er þannig skipaður:
1. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Hvolsvelli
2. Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Hvolsvelli
3. Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, bóndi, Stóru-Mörk, Vestur-Eyjafjöllum
4. Benedikt Benediktsson, kjötiðnaðarmaður, Hvolsvelli
5. Þórir Már Ólafsson, bóndi Bollakoti, Fljótshlíð
6. Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir, bóndi Stíflu, Vestur-Landeyjum
7. Þóra Kristín Þórðardóttir, snyrti- og förðunarfræðingur, Hvolsvelli
8. Katarzyna Krupinska, starfsmaður Sláturfélags Suðurlands, Hvolsvelli
9. Bjarki Oddsson, nemi, Miðkrika, Hvolhreppi
10. Helga Guðrún Lárusdóttir, starfsm.Landsb.Ísl.og nemi, Hvolsvelli
11. Arnheiður Dögg Einarsdóttir, bóndi, Guðnastöðum, Austur-Landeyjum
12. Ágúst Jensson, bóndi, Butru, Fljótshlíð
13. Ingibjörg Marmundsdóttir, félagsliði, Hvolsvelli
14. Bergur Pálsson, sölumaður, Hvolsvelli

Fyrri greinGóð tilboð og gjafir í tilefni dagsins
Næsta greinLeita að sumarstörfum í ferðaþjónustu