Síðastliðnar vikur hafa einhverjir eintaklingar ítrekað valdið skemmdum á litlu söluhúsunum í Sigtúnsgarðinum á Selfossi. Rúður hafa verið brotnar, hlerar spenntir upp og klæðning skemmd á húsunum.
Ef einhver getur gefið upplýsingar um hverjir hafi verið þarna að verki þá er þeim bent á að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480-1010.
Í tilkynningu á vef Árborgar segir að skemmdarverk á borð við þessi, sem og önnur skemmdaverk á almennum eigum er kostnaðarsöm og þeim fjármunum sem fara í viðgerðir eftir svona tilfelli væri mun betur varið í annað. Búið er að koma húsunum fyrir en á næstu vikum mun opna þar markaður, þjónusta við ferðamenn o.fl.
Til að auka eftirlitið með þessu svæði hefur vefmyndavél sveitarfélagsins sem sýnir alla jafna brúnna og Tryggvatorg verið snúið að húsunum tímabundið.