Klukkan 17 höfðu rúmlega 16.300 manns kosið í Suðurkjördæmi eða um 48,5% þeirra sem eru á kjörskrá. Kjörsókn er aðeins minni en á sama tíma í síðustu Alþingiskosningum.
Alls eru 33.641 kjósandi á kjörskrá í Suðurkjördæmi.
Talning er að hefjast í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Að sögn Karls Gauta Hjaltasonar, formanns yfirkjörstjórnar, telja menn að hugsanleg ástæða fyrir því að færri hafa kosið nú en síðast sé fjölgun þeirra kjósenda sem búsettir séu erlendis. Þannig hafi utankjörfundaratkvæðum fjölgað talsvert frá því fyrir fjórum árum.