Metþátttaka var á opnunarviðburði Félags kvenna í atvinnulífinu sem fór fram hjá Carbfix í Hellisheiðarvirkjun, þar sem Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Dr. Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix tóku þátt.
Konur fylltu nokkrar rútur til að sameinast og njóta stundarinnar saman og gafst einstakt tækifæri á að kíkja í eitt af holutopphúsum Carbfix sem prýddi forsíðu National Geographic í haust.
Íslenskar konur á listum yfir áhrifaríkar manneskjur
Dr. Edda Sif hefur hlotið fjölda innlendra og alþjóðlegra viðurkenninga fyrir leiðandi starf sitt á sviði loftslagsmála og sem brautryðjandi fyrir konur í vísindum.
„Þá voru hún og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, saman á topplista Reuters List of 20 Trailblazing Women in Climate á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna og einstakt að ná að sameina þær á sviði og fá að verja tíma með þeim. Time-tímaritið valdi Eddu Sif eina af áhrifamestu manneskjum í heiminum á sviði loftslagsmála og þannig mætti áfram telja,“ segir Unnur Elva Arnardóttir formaður FKA. „Svo hlaut Edda Sif Hvatningarviðurkenningu FKA árið 2022.“
„Við vildum ræða mál málanna og það er því engin tilviljun að við vildum fá Höllu og Eddu til okkar þegar bakslag er í heiminum þegar kemur að mannréttindum, það eru eru stríð sem bitna verst á konum og stúlkum, alvarlegar blikur á lofti í efnahagsmálum og svo plánetan og jörðin sem börnin okkar erfa. Það er þörf að ræða lausnir og það strax,“ segir Unnur Elva.
Allar heim í rauðum sokkum
Þá voru konum í salnum gefnir rauðir sokkar frá Icewear með vísun í rauðsokkur sem hafa heldur betur haft áhrif á líf okkar og skrifað konur inní söguna. Barátta rauðsokkanna hefur gert heiminn betri, þær ruddu brautina fyrir komandi kynlóðir – fyrir okkur.