Ummæli Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Árborgar, eftir kvennafrídaginn sl. haust, þess efnis að jafnrétti væri náð í sveitarfélaginu vöktu töluverða athygli.
Af því tilefni býður Kvenréttindafélag Íslands í samvinnu við Kvenfélag Selfoss til hádegisfundar í Tryggvaskála á Selfossi miðvikudaginn 19. janúar kl. 12.00-13.00. Þar verða jafnréttismál í sveitarfélaginu rædd.
Framsögu hafa Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar og Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Fundarstjóri er Helga Guðrún Jónasdóttir, varaformaður KRFÍ.
KRFÍ býður gestum upp á súpu og brauð og eru allir velkomnir.