Allt útlit er fyrir hagstæðari niðurstöðu reksturs Skeiða- og Gnúpverjahrepps en gert var ráð fyrir.
Ætlað er nú að 11 milljón króna afgangur verði af rekstri sveitarsjóðs í stað 6 milljón króna halla sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
Gunnar Örn Marteinsson sveitarstjóri sagði í samtali við Sunnlenska að tekjur væru örlítið hærri en áætlað var, og að sama skapi hefði tekist að ná rekstrarkostnaði niður.