Jákvæður rekstur í Mýrdalshreppi

Eyjarhóll og Pétursey lengst til hægri. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti ársreikning 2022 við síðari umræðu á fundi sínum síðastliðinn miðvikudag.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1,2 milljörðum króna í A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta tæplega 1.146 milljónum króna. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 188,4 milljónir króna en í A hluta var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 235,4 milljónir.

Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2022 nam tæplega 1,4 milljörðum króna samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam rúmlega 1,5 milljörðum króna.

Fyrri greinSjö héraðsmet á Vormóti HSK
Næsta greinMissti meðvitund á gönguleiðinni í Reykjadal